Færsluflokkur: Dægurmál

Jæja, ég hélt myndi aldrei gera það, en nú er ég kominn á bloggið!!! Aaahhh!

ÞEtta er mín fyrsta færsla , bara svona til að koma einhverju inn, en ástæðan er sú að ég er búinn að nóg af undarlegri umræðu í þjóðfélaginu af einhverri kreppu og einhverju um seka og saklausa banka og stjórnamálamenn?   ÞEtta er allt saman alveg furðulegt ??    Ég segi bara svona, auðvitað er þetta alveg skelfileg staða á landinu og þjóðinni sérstaklega en ég er bara ekkert hissa á þessu.

Ég rak eyrun í spjall þeirra Þorgeris og félaga á Bylgjunni í dag og þar kom einhver spekúlant með þá skýringu á hækkun styrivaxta að þetta væri eins og slökkviliðsmaður sem væri ekki að spá í vatnsnotkunina meða verið væri að slökkva eldinn.  Ég veit ekki hvaða fáviti lagði fram þessa samlíkingu en ekki var hann slökkviliðsmaður, það er alveg á hreinu. Vatnsöflun og rétt nýting vatns er eitt af frumatriðum sem slökkvilið á brunastað þarf að hafa á hreinu.   Svo er eitt, hvað ef þessi vígreufi vatnsbunari , sem er líklega samfösun á Dabba Odds og Geira horrible, hvað ef þeir verða nú bara vatnslausir ??  Sjáið nú til, ísland og fjöldi íslandinga hlýtur að teljast vera afar lítill vatnstankur ???

Hversu lengi ætla þessir strakar í vatnsbyssuleik að  hlaða byrði ofan á okkur fólkið í landinu og berja síðan í hnéskeljarnar á okkur með stýrivöxtum og verðtryggingu???   Hvernig getur það staðist að það þurfti núna að hækka stýrivesti um meira en heildar stýrivextir eru í okkar nágrannalöndum ??  Var 12% bara ekki alveg nógu hátt fyrir Alþjóðasjóðinn ??  Þeir eru að hjálpa öðrum löndum líka, hver er krafan þar um styrivexti ??  HVað ætlar svo ríkisstjórnin að gera við allar húseignir landsmanna þegar þeir verða bara að hirða þær því fólk getur ekki borgað endalaust. Verðum við þá bara leiguþý ríkisins og borgum hvað svosem þeir setja upp í húsaleigu og aðstöðugjöld bara til að hafa þak yfir höfuðið ???  Vorum við ekki losna við svona stjórnhætti 1944 þegar við hreinlega tókum okkur sjálfstæði á meðan Danir voru uppteknir með þjóðverja?????  Erum við ekki bara á leið í torfkofana aftur ??   Hvað ætli Jón Sigurðsson forseti vor í árdaga sem búinn að snúast mikið í gröfinni ??

Ég segi bara svona.........   


Um bloggið

Fáfnisbani

Höfundur

Fáfnisbani
Fáfnisbani
Skilur ekki stjórnmál.........

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband